Textíll og jafnrétti

Byrgðar af neikvæðum áhrifum textíls eru bornar af konum og fátækari þjóðum. Við getum breytt því!

Textíliðnaðurinn hefur ekki bara í för með sér umhverfisvandamál, heldur eru félagsleg vandamál sem fylgja honum einnig umfangsmikil. Starfsumhverfi þeirra sem starfa í iðnaðinum er oft á tíðum ábótavant. Dagarnir langir, launin lág og jafnvel heilsuskaðlegt umhverfi. Allskonar spilling þrífst í iðnaðinum, fólk í einhverjum tilfellum neytt til starfa í honum og jafnvel á sér stað barnaþrælkun. 

Hinar myrku hliðar textíliðnaðarins bitna á mörgum en það hallar þó í mörgum tilfellum meira á konur en karla. Enda eru þær meirihluta starfsmanna sem starfa við textílframleiðslu.

Textíliðnaðurinn er engu að síður mikilvæg tekjulind fyrir þá sem standa höllum fæti svo allar breytingar á honum þurfa að vera gerðar með það í huga að veita áframhaldandi tækifæri til tekjusköpunar innan umhverfisvænni og mannúðlegri iðnaðar. 

Þegar kemur að neyslu og notkun textíls má einnig sjá kynjahalla en spurningakönnun sem gerð var á vegum Umhverfisstofnunar staðfestir að að mörgu leyti er munurinn sá sami hér á landi eins og sést hefur erlendis.

Textíll og misskipting í heiminum

Þrýstingur á að halda framleiðslukostnaði í lágmarki hefur valdið þeirri þróun að textíl framleiðsla færist til fátækari landa frá þeim ríkari þar sem minna er um regluverk til verndar starfsfólks og umhverfis en þetta grefur undan valdajafnvægi í heiminum. Hin svokallaða skynditíska hefur gert ástandið enn verra, enda fylgir henni krafa um mikinn vinnuhraða og lágt vöruverð. Vinnuaðstæður eru í mörgum tilfellum óboðlegar, aðstæður heilsuspillandi og oft á tíðum er verkafólki sem starfar í iðnaðinum hættara við kynferðislegu ofbeldi en öðrum, sér í lagi konum. Ástandið er sérstaklega alvarlegt í frumframleiðslu textílsins, og þá verst í framleiðslu bómullar. Fátækari þjóðir eru því að ganga á auðlindir sínar og andlega og líkamlega heilsu borgara sinna sem starfa í textíliðnaði til þess að fólk frá ríkari þjóðum geti keypt sér meira af textíl á lægra verði. Að auki hefur iðnaðurinn í heild sinni neikvæð áhrif á loftslagið og vistkerfi jarðar en það bitnar ekki síst á efna- og valdaminni hópum í samfélaginu.

Ójafnrétti kynjannana á báðum endum framleiðslukeðju

Þegar horft er til virðiskeðju textíls má sjá að konur eru meira áberandi á báðum endum hennar, þær eru mun fjölmennari í framleiðslunni en einnig stærri neytendahópur og umsýsluaðilar eftir að textíllinn er kominn í notkun. 70 % þeirra sem starfa við framleiðslu textíls eru konur á sama tíma og konur eru í mun meira mæli að sjá um textilinnkaup fyrir heimilin en karlar og líklegri til þess að hafa yfirsýn um hvenær vantar nýtt, lagfæra þegar þarf, gefa eða selja áfram eða flokka fyrir endurnýtingu. Auk þess sem konur finna í meira mæli fyrir pressu að klæðast á ákveðin hátt. 

 

Bolur

%

Hlutfall kvenna sem er fullkomlega sammála því að þær kaupi einungis þau föt og klæði sem vantar hverju sinni

Bolur

%

Hlutfall karla sem er fullkomlega sammála því að þeir kaupi einungis þau föt og klæði sem vantar hverju sinni

Samkvæmt rannsóknum eru konur líklegri til að hafa meiri áhuga á tísku, uppteknari af nýjustu straumum, líklegri til þess að versla sér til gamans og eyða meiri peningum og tíma í föt heldur en karlmenn. Að einhverju leyti skýrist munurinn á því að kauphvatar kvenna eru aðrir en karla, en þar að auki herja markaðsöflin í meira mæli á konur með óraunhæfum útlitskröfum í því skyni að grafa undan ánægju þeirra með sjálfar sig til að fá þær til að kaupa meira (Dittmar, 2004). Hér á landi má nefna að konur eru líklegri til að segja að þær losi sig við föt vegna þess að þau passa þeim ekki lengur, þær eru orðnar leiðar á þeim, þau dottin úr tísku eða keypt í fljótfærni. Þetta væri hægt að túlka sem svo að flíkur séu síður gerðar til þess að aðlagast breyttu líkamsformi kvenna eða markaðsöflin séu öflugri í að telja konum trú um að flíkin eigi ekki við lengur eins og kenningar eru um og rannsóknir benda til. 

Jafnframt hefur verið bent á að konur bera meira af hugrænni ábyrgð (e. mental load) á ólaunuðum störfum heimilislífsins en makinn. Þær eru því almennt meðvitaðri um ástandið á fatnaði og öðrum textíl á heimilinu, hvenær börnin eru vaxin upp úr fötum, hvenær annan textíl vantar, hvenær er orðið nauðsynlegt að þvo, gera við og svo framvegis. Áðurnefnd spurningakönnun um textíl og jafnrétti á vegum Umhverfisstofnunar gefur vísbendingar um sama mynstur hér enda segjast konur sjá um textíl- og fatainnkaup að mestu eða öllu leyti á íslenskum heimilum.

Bolur

%

HLUTFALL KVENNA sem segist að mestu eða öllu leyti sjá um fatakaup og kaup á textíl fyrir heimilið

Bolur

%

HLUTFALL KARLA sem segist að mestu eða öllu leyti sjá um fatakaup og kaup á textíl fyrir heimilið

Bolur

%

HLUTFALL KVENNA sem lagar eða lætur laga saumsprettur og göt á textíl í stað þess að kaupa nýtt

Bolur

%

HLUTFALL KARLA sem lagar eða lætur laga saumsprettur og göt á textíl í stað þess að kaupa nýtt

Bent hefur verið á að þessi umsýsla með textíl veldur töluverðu álagi ofan á önnur heimilisstörf sem konur eru líklegri til að sinna en karlar. En þrátt fyrir sífellt aukna atvinnuþátttöku kvenna hefur hlutverk þeirra innan heimilis breyst lítið undanfarna áratugi og konur eru ennþá virkastar í umönnun fjölskyldunnar og bera mesta ábyrgð á heimili og börnum (Carrigan & Szmigin, 2006). Þannig það má segja að textíllinn hafi íþyngjandi áhrif á konur á báðum endum virðiskeðjunnar.

Hvað er til ráða?

Það eru mismunandi lausnir eftir því hver á í hlut, en það skiptir máli að allir aðilar sem hafa áhrif á textíliðnaðinn taki ábyrgð vinni að sama markmiði. Hvort sem um er að ræða hönnuði, framleiðendur, neytendur eða aðra sem koma þarna á milli.

Ábyrgð stjórnvalda

Hlutverk stjórnvalda er að búa til ramma fyrir betra kerfi og styðja við það sem vel er gert.
Þetta er meðal annars gert með sterkara regluverki þegar kemur að vinnuumhverfi, breyttum skattaáherslum sem styðja við hringrásarhagkerfi, t.d. lægri skattar á viðgerðarþjónustu og endurnýtingu textíls í framleiðslu. Reglur um opinber innkaup ryðja veginn fyrir starfsemi sem er til fyrirmyndar, til dæmis með því að setja í þær ákvæði um hlutfall umhverfis- og eða fairtrade- vottaðs textíls í innkaupum hins opinbera. Stjórnvöld geta stutt við nýsköpun í bæði vinnsluaðferðum og viðskiptaháttum, eflt þekkingarsköpun og -miðlun, bæði til neytenda og þeirra sem starfa að framleiðslu og sölu á textíl. En til þess að neytendur geti valið rétt er mikilvægt að stjórnvöld fræði þá um hvernig það sé best gert. Eins geta stjórnvöld stutt við fræðslu um ábyrga verkaskiptingu á heimilinu, sjá nánar hér fyrir neðan. 

Ábyrgð fyrirtækja, birgja, innkaupastjóra, hönnuða og framleiðanda

Framleiðendur, hönnuðir og birgjar geta lagt sitt af mörkum með því að vera meðvitaðir um alla framleiðslukeðjuna og ættu að krefjast þess að vinnuskilyrði og umhverfisáhrif séu alls staðar til fyrirmyndar. Þetta geta þeir til dæmis gert með því að leggja áherslu á umhverfis- eða fairtrade vottanir á þeim efnivið sem þeir vinna með, hvort sem um er að ræða hráefni eða fullunna vöru. Að auki ættu hönnuðir að vera meðvitaðir um að hanna þæginleg föt sem vaxa með fólki og virki áfram jafnvel þó líkamform eða tíska breytist.

Ábyrgð neytenda

Neytendur geta stutt við jákvæða breytingu í textíliðnaði með því að þekkja umhverfis- og fairtrade-vottanir. Þeir ættu að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem bjóða upp á föt og textíl sem styður við hringrásarhagkerfið, kaupa notaðan fatnað, eða fatnað úr endurnýttu efni og textíl sem er framleiddur til að endast. Koma fatnaði í áframhaldandi notkun.

Ábyrg verkaskipting

Til að draga úr ójafnréttri verkaskiptingu á heimilinu vegna textíls er fyrsta skrefið er að vekja athygli á þeim byrðum sem konur bera á heimilinu. Sum verkefni heimilisins eru ósýnilegri en önnur og þá skiptir máli að tala saman. Fjölskyldur þar sem talað er opinskátt um verkaskiptingu búa að jafnaði við meira jafnrétti á heimilinu. 

Það er ekki bara framkvæmd verkefnisins sem sem veldur álagi, heldur er það líka álag að vera vakandi fyrir þörfinni, skipuleggja framkvæmdina og útdeila verkefninu. 

Til þess að koma á jafnara álagi getur verið gagnlegt að setja saman lista yfir öll heimilisverkefni og kortleggja hvernig vöktunin, skipulagið og verkið sjálft skiptist og endurskipuleggja. Hvað textíl varðar skiptir máli að konur eru almennt meðvitaðri um umhverfisáhrif og félagsleg áhrif textíls svo aukin þátttaka maka í umsýslu með textíl þarf líka að fela það í sér að hann sé meðvitaður um umhverfisáhrif og vinnuskilyrði. Þarna mega öll kyn bæta sig ef marka má spurningakönnun um textíl sem gerð var hér á landi, en vinnuskilyrði og umhverfismál textíliðnaðar hefur lítil eða nokkur áhrif hjá báðum kynjum, þótt konur hugi meira að þessum þáttum en karlar.

Bolur

%

Hlutfall kvenna sem fer með föt í fatagáma þegar þær losa sig við þau

Bolur

%

Hlutfall karla sem fer með föt í fatagám þegar þeir losa sig við þau