Við mótum nýja stefnu og þú getur haft áhrif!

Opinn fundur í Iðnó, Reykjavík 17. september 2024

Skráning

… er nauðsynleg! Skráningarformið er hér. 

Aðgerðaáætlun verður til – vertu með!

  • Hvernig komum við í veg fyrir að verðmæti verði að rusli?  
  • Hvernig nýtum við hluti, efni og auðlindir betur og lengur? 
  • Hvernig getur fjármagn og regluverk hjálpað fyrirtækjum í átt að minni sóun?  
  • Hvaða ávinning hefur þetta allt saman í för með sér fyrir fyrirtæki og fólk? 

Þetta er kjarninn í stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir – Saman gegn sóun.  

Við erum að endurskoða stefnuna og viljum heyra frá þér. Eftir að hafa ferðast um landið á vordögum og hitt fulltrúa almennings, sveitarfélaga og fyrirtækja erum við komin með stóran banka af frábærum hugmyndum um aðgerðir til að draga úr sóun. Nú er komið að því að velja þær bestu úr, móta betur og forgangsraða og við viljum gefa öllum áhugasömum færi á að hafa áhrif. Þann 17. september frá kl. 9-12 verðum við með opinn fund í Iðnó þar sem hópur hagaðila mun ræða aðgerðirnar og þátttakendur fá kost á að forgangsraða þeim.

FYRIR HVER? 

  • Öll! 
  • Starfsfólk fyrirtækja
  • Starfsfólk sveitarfélaga og stofnana 
  • Nemendur
  • Hönnuði og listafólk
  • Almenning 

AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ MÆTA? 

  • Tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnu stjórnvalda 
  • Fræðsla um úrgangsforvarnir og hringrásarhagkerfið 
  • Tækifæri til að ræða við fólk, fyrirtæki og hið opinbera um þessi mál

HVAR OG HVENÆR?

DAGSKRÁ 

  • Saman gegn sóun – starfsfólk Umhverfisstofnunar 
  • Hringrásarhagkerfið Ísland – Guðmundur Steingrímsson, umhverfisfræðingur
  • Pallborð þar sem hagaðilar fara yfir kosti og galla þeirra aðgerða sem hafa verið ræddar
  • Samtal um aðgerðir og þeim forgangsraðað

Tengliðir verkefnisins eru Birgitta Steingrímsdóttir (birgittasteingrims@ust.is) og Þorbjörg Sandra Bakke (thorbjorgb@ust.is) hjá Saman gegn sóun.

Hlökkum til að sjá ykkur!