Íslendingar losa sig við 10 tonn af textíl á dag

„10 tonn af textíl“  er vitundarvakning til að vekja almenning til umhugsunar um magn, gæði og notkun textíls. Markmiðið er fyrst og fremst að hvetja fólk til að kaupa minna og nýta betur þann textíl sem það á. Vitundarvakningin er samstarfsverkefni á vegum Saman gegn sóun og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif

Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af fötum á dag. Aðeins um 10% af fötunum komast í endurnotkun innanlands. 90% er sent erlendis til endurnotkunar eða í endurvinnslu. 

Eftirspurn eftir notuðum fötum á heimsvísu hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Ástæðuna má rekja til uppgangs hraðtísku og aukinna fatakaupa. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað. Eins og staðan er í dag, árið 2025, endar stór hluti notaða textílsins sem sendur er úr landi í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem hvorki er hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu vegna gæða. Brennsla til orkuendurnýtingar er skárri leið fyrir notuð föt en urðun. Besta leiðin væri auðvitað að nýta fötin sín vel og lengi. 

Ef við kaupum minna, kaupum vandað, lagfærum þegar þarf, notum lengur, gefum eða seljum í nærumhverfi okkar og flokkum svo rétt að líftíma fatnaðarins loknum, – erum við bæði að draga úr umhverfisáhrifum fatnaðarins í okkar höndum og eftir að við losum okkur við hann.

Saklaust í körfunni, dýrt fyrir samfélagið

Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Söfnun, flutningur og önnur meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum mjög íþyngjandi og kostnaðarsöm, sérstaklega þegar lítil eftirspurn er eftir notuðum fatnaði og hann því verðlaus. Kaup á fatnaði sem við notum stutt áður en við losum okkur við þau er sóun á skattpeningum samborgara okkar. Það fjármagn sem sveitarfélög setja í að safna og meðhöndla textíl gæti ef til vill betur farið í önnur og brýnni verkefni ef hægt væri að minnka magn fata sem við losum okkur við. Þannig næðist fram bæði samfélags- og umhverfislegur ávinningur fyrir öll.

Góð ráð við fatakaup

Það er margt sem við getum gert til að vera partur af lausninni. Það mikilvægasta er að draga úr neyslu þar sem innkaupin ráðast í dag að miklu leyti af löngun en ekki þörfum. Einnig eru til ýmis ráð til að auka líftíma fatnaðar og textíls sem samræmast hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins.

Kaupa minna
  • Neytendavald
    Með því að kaupa minna geta neytendur til lengri tíma haft áhrif á magn framleiðslu textíls í heiminum. Þar með draga þeir úr auðlindanýtingu og neikvæðum áhrifum á umhverfi og samfélag.
  • Kaupa fáar flíkur en góðar
    Sökum lágs verðs kaupum við oft flíkur án þess að hugsa út í hvort við þurfum á þeim að halda, hversu lengi þær eiga eftir að endast eða hvort við eigum eitthvað nú þegar sem hefur sama notagildi. Eitt ráð til að draga úr neyslu er að hafa þessi atriði bakvið eyrað í innkaupum og ígrunda betur hvað við erum að kaupa, hvers vegna og hver gæðin eru. Einnig hvort að innkaupin veita okkur raunverulega hamingju 🙂
  • Lána og leigja
    Föt sem við þurfum sjaldan að nota, svosem brúðkaupsfatnaður, galaföt, skíðafatnaður og svo fram vegis er oft óþarfi að eiga. Þá er sniðugt að leigja eða fá lánað og vera duglegur að lána öðrum.
Nota lengur
  • Minni neikvæð áhrif
    Með því að nota fötin okkar tvöfalt lengur getum við dregið úr umhverfisáhrifum af neyslu okkar á fatnaði um helming.
  • Gera við
    Með viðgerðum getum við lengt endingartíma textíls mikið. Með einfaldari leit á vefnum má finna fjöldan allan af leiðbeiningum um hvernig það er gert, auk þess sem hægt er að fara á námskeið eða leita sér aðstoðar hjá fagmanni. Notkun viðgerðaþjónustu hefur dregist saman eftir því sem vöruverð lækkar en oft er hægt að tvöfalda endingartíma með að nýta sér handlagna klæðskera og viðgerðarfólk. Hér er listi yfir nokkrar saumastofur, en leit á netinu gefur fleiri niðurstöður.
    Breytt og bætt – Smáralind.
    Elínborg saumastofa – Miðhrauni 22, Garðabær.
    Klæðskerahöllin – Hringbraut 49, Reykjavík.
    Listasaumur – Kringlunni, Reykjavík
    Saumsprettan – Síðumúli 31, Reykjavík.
    Saumastofa Hassans – Hverfisgata 43, Reykjavík.
    Saumastofa Súsönnu – Hamraborg 1, Kópavogur.
    Litla saumastofan – Brekkugata 9, Akureyri
    Saumastofan Una –  Grundargata 6, Akureyri.
    Saumastofan Íris –  Einbúastígur 2,  Skagaströnd
    Saumastofan Rósa – Brekkuhús 1, Reykjavík
  • Skærin á vinnuborðinu – TdP design – Ægisbraut 30, Akranes
  • Breyta
    Stundum henta flíkur ekki lengur, til dæmis vegna þess að þær eru of litlar, of síðar, of víðar, orðnar slitnar eða komnar úr tísku. Fyrir handlagna er um að gera að nýta efnið áfram og sauma sér eitthvað nýtt. Einnig er hægt að nýta mikið notaðan textíl í tuskur, götóttar sokkabuxur má klippa niður og nota sem hárteygjur o.s.frv. Hér er einnig hægt að setja sig í samband við klæðskera eða saumastofur. Ýmis fyrirtæki hér á landi hafa byggst upp á þessari hugmynd en þá er gengið skrefinu lengra og búinn til hágæða tískufatnaður úr fötum og öðrum textíl sem ekki er lengur í notkun. Sem dæmi má nefna:
    Guðrún Borghildur – Endurnýtt hráefni eins og leðurjakkar og gömul tjöld nýtt til að búa til fylgihluti af ýmsu tagi.
    Sisters Redesign, Litla hönnunarbúðin – Íslensk hönnun úr endurunnu efni.
    Aftur – Hönnun úr endurnýttum fatnaði.
  • Fara vel með
    Með því að fara vel með föt má lengja líftíma þeirra mikið. Til dæmis með að fara eftir þvottaleiðbeiningum og fækka þvottum með blettahreinsun. Föt sem lykta er hægt að meðhöndla og/eða viðra. Samkvæmt leiðbeiningarstöð heimilanna þolir textíll yfirleitt betur kaldari og styttri þvottaprógröm með minni vindingu.
Kaupa notað
  • Kostirnir við notað
    Með því að kaupa notaðar flíkur sparar þú orku, efni og vatn sem notað er í framleiðslu nýrra flíka. Gæði notaðs fatnaðar á Íslandi eru almennt mikil og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Ýmsir aðilar selja notuð föt á Íslandi, hér má finna lista yfir nokkra aðila en leit á netinu gefur betra úrval.
  • Aftur nýtt – Sunnuhlíð 12, Akureyri. Básar þar sem hægt er að kaupa og selja notaðan fatnað.
  • Attikk – Laugavegi 168, 105 Reykjavík. Vottaðar merkjavörur frá fyrri eiganda
  • Barnaloppan– Skeifunni 11, Reykjavík. Básar þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar barnavörur.
  • Bernska – netverslun með notuð barnaföt. Gera tilboð í föt, kaupa þau af seljendum og sjá um allt söluferlið.
  • Elley – Austurströnd 10, Seltjarnarnesi. Hægt að gefa og kaupa notuð föt og fylgihluti, allur ágóði rennur til Kvennaathvarfsins.
  • Elvíra 101 – Klapparstíg 5, Reykjavík. Gegn mánaðargjaldi er hægt að leigja notuð föt og sömuleiðis koma sínum eigin fötum í leigu.
  • Extraloppan – Smáralind. Þar er hægt að kaupa og selja notuð föt fyrir fullorðna.
  • Fatabúðir Rauða Krossins  – um allt land.
  • Fjallamarkaðurinn – Kringlan 7. Þar er hægt að kaupa og selja notuð útivistarföt.
  • Gullið mitt – Holtagarðar, Reykjavík. Þar er hægt að kaupa og selja notuð föt.
  • Gyllti kötturinn – Austurstræti 8, Reykjavík. Notuð föt til sölu.
  • Hertex – Reykjavík og Akureyri. Fata og nytjamarkaður.
  • Hringekjan – Þórunnartún 2, Reykjavík. Þar er hægt að kaupa og selja notuð föt.
  • Kubuneh – Allir skipta máli – Vestmannabraut 37, Vestmannaeyjum. Notuð föt til sölu.
  • Kringlubazaar – Kringlunni. Þar er hægt að kaupa og selja notuð föt fyrir bæði börn og fullorðna.
  • Nytjamarkaður ABC – Nýbýlavegur 6, Kópavogi. Notuð föt o.fl. til styrktar ABC barnahjálpar.
  • Nytjamarkaður Samhjálpar – Ármúli 11, Reykjavík. Notuð föt o.fl. til sölu til styrkar Samhjálp.
  • Regn – Elskuð föt í appi.
  • Ríteil – Hugum að framtíðinni og endurnýtum!
  • Rótin – Fatamarkaður Konukots – Eskihlíð 4, Reykjavík. Notuð föt til sölu til styrktar Konukoti.
  • Space Odyssey – Skólavörðustíg 22b, Reykjavík. Skiptimarkaður og verslun með notuð föt. Hægt að mæta með hrein og heilleg föt og fá inneign í verslun.
  • Spúútnik – Kringlunni og Laugavegi 28b, Reykjavík. Notuð föt til sölu.
  • Stína fína – Strandgötu 29, Hafnarfirði. Umboðssala á notuðum fatnaði, skóm og fleira fyrir konur.
  • Trendport – Hafnargata 60, Keflavík. Þar er hægt að kaupa og selja notuð föt fyrir bæði börn og fullorðna.
  • Verzlanahöllin – Laugavegi 26, Reykjavík. Þar er hægt að kaupa og selja notuð föt.
  • Visteyri – Vistvænt markaðstorg þar sem þú getur keypt og selt notaðar vörur á einfaldan og öruggan hátt.
  • Wasteland Reykjavík – Ingólfsstræti 5, Reykjavík. Notuð föt til sölu.
  • What Magna wore – Freyjugata 14, Reykjavík. Notuð föt til sölu.
  • Veistu um fleiri? sendu okkur línu á ust@ust.is
Leigja

  • Kostirnir við að leigja: Fataleigur eru fullkomið dæmi um deilihagkerfi. Þar gefst tækifæri á betri nýtingu á flíkunum heldur en í skápnum heima. Fataleiga er umhverfisvænni leið til að brjóta upp á hversdaginn með „nýjum“ flíkum.
  • Kjólaleiga – Bókaðu kjól fyrir þinn viðburð
  • Kjólaleiga Akureyrar – Keyptu minna – notaðu meira
  • MEÐVITUND STUDIO – Meðvitund Studio – Sköpum saman moment
  • Veistu um fleiri? sendu okkur línu á uos@uos.is
Koma í áframhaldandi notkun
  • Finnum notuðu farveg
    Ólíkt því sem margir halda er aðeins brot af þeim fatnaði sem skilað er í sérsöfnun notaður áfram, en mikill hluti er endurnýttur í tuskur eða önnur efni í lægri gæðum en upprunalega varan. Ef við viljum tryggja að fatnaður í góðu standi komist í notkun getur verið betra að:
  • Gefa vinum eða fjölskyldu
    Hvað er betra en að sjá gamla flík á einhverjum sem okkur þykir vænt um? Það eru ekki einungis barnaföt sem hægt er að gefa áfram heldur líka föt sem maður passar ekki í lengur eða er kominn með leið á. Kannski eru einhver systkini eða frændsystkini, vinir eða vandamenn sem yrðu mjög ánægðir með flíkina eða rúmfötin.
  • Nýta skiptimarkaði
    Skiptimarkaðir eru frábær leið til að koma fötum og öðrum textíl í áframhaldandi notkun.Reglulega eru auglýstir fataskiptimarkaðir sem geta verið góðir staðir til að losa sig við vel nothæf föt og ná sér í eitthvað í staðinn.Foreldrafélög geta tekið sig saman og verið með fataskiptimarkaði í skólum. Ein útfærsla er að skipta stærðum niður á mismunandi stofur til að auðvelda öllum að finna föt sem passa.Einnig geta vinahópar eða vinnustaðir skipulagt fataskiptimarkaði. Eða látið slá hanga allan ársins hring þar sem fólk getur skilið eftir eða sótt sér notuð föt.
Skila á réttan stað
  • Flokkum textíl
    Ef textíl er hent beint í almennt sorp erum við bæði að henda auðlindum sem fóru í framleiðsluna og eins að taka landsvæði sem gæti nýst í annað undir urðun. Það er því mikilvægt að flokka textíl og skila á rétta staði þegar hann nýtist ekki lengur.
  • Skilum textíl rétt
    ​Föt og annar textíll á að vera hreinn, þurr og pakkaður í lokaðan plastpoka. Það er í góðu að efnin séu rifin eða slitin þar sem þau nýtast þá til endurvinnslu.Skila má textíl meðal annars til:

Að losa sig við föt er oftast ekki góðverk

Að losa sig við notuð föt er oftast ekki góðverk. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt við að taka á móti textíl. Gott er að gefa gæðaföt til góðgerðarsamtaka eða auglýsa gefins á samfélagsmiðlum. Rusl verður þó áfram rusl og hætt er við því að gæðaflíkur týnist í magni af lakari gæðum ef við höldum áfram að kaupa svona mikið. 

Skór án bakgrunns

9 leiðir til að sjá hvort flík sé vönduð

Nokkrar leiðir til að sjá hvort um gæðaflík sé að ræða