Saman gegn sóun

Stefnan Saman gegn sóun leggur áherslu á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Matarsóun

Sjö af hverjum tíu reyna að lágmarka matarsóun. Lang flestir vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr matarsóun, enda er er matarsóun léleg nýting á auðlindum, peningum og hefur í för með sér óþarfa neikvæð áhrif á umhverfið. Með betri skipulagningu og aukinni færni er hægt að breyta vönum sínum til að koma í veg fyrir matarsóun.

Plast

Átta af hverjum tíu hafa minnkað plastnotkun til að draga úr umhverfisáhrifum. Notkun á plasti er orðin hluti af okkar daglega lífi er mjög nytsamlegt og uppfinning þess hefur haft í för með sér aukin lífsgæði. En við erum að nota alltof mikið af plasti og í of stuttan tíma. Plast endist ótrúlega lengi en við erum oft að nota það bara í nokkrar mínútur. 

Textíll

Það er erfitt að ímynda sér lífið í heimi án textíls enda er textíll allt í kringum okkur. Það eru ekki bara fötin okkar heldur líka gólfteppin okkar, sófarnir, handklæði og svo mætti áfram telja. Föt veita okkur þægindi og skjól en þau eru einnig ákveðið tjáningarform. en framleiðsla á textíl hefur í för með sér neikvæð áhrif á umhverfi og samfélag. Þessi áhrif magnast samhliða því sem við kaupum meira.

Bleiki dagurinn 2021 – Plast og krabbamein

Bleiki dagurinn 2021 – Plast og krabbamein

Saman gegn sóun sýnir stuðning og samstöðu við konur sem greinst hafa með krabbamein í tilefni bleika dagsins 15. október. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal íslenskra kvenna og greinast rúmlega 230 konur á hverju ári. Ekki er...

Umhverfismál og geðheilsa

Umhverfismál og geðheilsa

Endurhugsum hvað veitir okkur hamingju og drögum í leið úr áhrifum loftslagsbreytinga á geðheilsu viðkvæmra hópa.  Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum (e. World Mental Health Day) vill Saman gegn sóun vekja athygli á hvernig...

Hringrásar umbúðir

Hringrásar umbúðir

Hver hefur ekki horft á umbúðaflóðið heima hjá sér, til dæmis eftir kaup í húsgagnaverslun, stórhátíðir, eða bara eftir viku söfnun í flokkunartunnurnar heima og hugsað - getur þetta virkilega verið umhverfisvænt? Á Íslandi er magn umbúðaplastúrgangs um 47 kg á hvern...